Fréttatilkynning 9. desember 2011

 In Mini-Features

9. desember 2011.

Frá tannhvittun.is

Vegna viðvörunar Tannlæknafélags Íslands í dagblöðum þann 7. þ.m. viljum við taka eftirfarandi fram.

Allt frá því að við hófum þessa starfsemi höfum við lagt ríka áherslu á að ef einhver vafi leikur á um líkamlegt ástand viðskiptavina okkar, m.a. í munni, að fólk hafi samband við tannlækni sinn til þess að leita ráða.

Meðal þess sem við höfum bent á, og erum með upplýsingar um  inni á ofanritaðri  heimasíðu okkar, er eftirtalið:                                                                              Hverjir ættu EKKI að undirgangast tannhvíttun?

– Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti
– Fólk með lélegan glerung eða kalkskort vegna óhóflegrar flúornotkunar
– Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi
– Fólk sem er með spangir eða var með spangir fyrir minna en 6 mánuðum síðan
– Fólk sem nýlega hefur gengist undir aðgerð í munni
– Fólk með tennur sem farnar eru að halla eða eru með sjáanlega rót
– Fólk með opnar tannskemmdir
– Fólk með sögu um ofnæmisviðbrögð gegn peroxíð vörum
– Fólk með silfurfyllingar í eða nálægt fremri tönnum
– Fólk undir 18 ára aldri.

Við viljum taka sérstaklega fram að þau efni sem við notum eru fullkomnlega lögleg, samkvæmt reglum frá  Evrópusambandinu. Þau flokkast ekki undir lyfjalög, heldur snyrtivörur.

Peroxíð prósentan í okkar efnum er EKKI 16% eins og formaður Tannlæknafélags Íslands staðhæfði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2, þriðjudaginn 6. desember sl. Peroxíð magn í efnum okkar er innan við 0,1% og eru þau því algjörlega skaðlaus heilsu tanna. Þar af leiðandi er alls ekki rétt að halda því fram að okkar efni séu „mjög sterk”, eins og segir í fréttatilkynningu frá Tannlæknafélaginu. Þá fullyrðingu tökum við einfaldlega ekki til okkar. Vænlegra hefði nú verið fyrir talsmanninn að leita upplýsinga um þau efni sem notuð eru af þeim sem stunda tannhvíttunarmeðferð, áður en hann fór í fjölmiðla. Ekki hefði staðið á okkur að veita honum allar þær upplýsingar sem skipta máli í þessu sambandi.  En tekið skal fram að við getum auðvitað eingöngu fjallað um þau efni sem við notum, ekki hvað aðrir nota, þ.m.t. tannlæknar sjálfir.

 

Efnið okkar skemmir hvorki tennur, glerung, tannkviku, rætur né tannhold.

Við erum EKKI að rispa tennurnar með sandpappír, en því miður tók talsmaður okkar svo klaufalega til orða í myndbandi sem sýnt var á www.visir.is, Pappír sá er við notum er mjög fínn og sérstaklega gerður til notkunar fyrir tannhvíttunarmeðferð. Hann tekur einungis fitu af tönnunum. Biðjumst við sérstaklega velvirðingar á framangreindu óheppilegu orðalagi, sem valdið hefur misskilningi.

„Laserinn“, eða lampinn sem við notum til að flýta fyrir tannhvíttuninni HITNAR EKKI eins og formaðurinn sagði, það er einfaldlega rangt.

Fjölmargir viðskipavinir hafa komið til okkar og svo til allir farið út frá okkur brosandi hringinn, enda tennur þeirra töluvert miklu hvítari en var, og brosið bjartara.

 

 

Recent Posts
0

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita