Hvernig tannhvíttun býður „Tannhvíttun með Laser” upp á ?

Við bjóðum þig innilega velkomna/velkominn til okkar. Við byrjum á að spyrja þig nokkurra spurninga og síðan hefst meðferðin. Við berum tannhvíttunarefnið á og þú slakar á í „Lasernum” okkar undir mjúku teppi og hlustar á slakandi tónlist. Meðferðin tekur um það bil 80 mínútur með öllu.Geta allir komið í Tannhvíttun ?

Lang flestir eiga að geta komið í hvíttun. Ef þú ert í einhverjum vafa þá ráðleggjum við þér að hafa samband við tannlækninn þinn og fá álit hans.

 

Eru það ekki bara tannlæknar sem hvítta tennur ?

Fyrir tveimur árum fór framleiðandinn okkar að útskrifa tannhvíttunar-fræðinga. Tannhvíttunarefni flokkast sem snyrtivörur. Ef rétt er farið að og viðkomandi búinn að læra tannhvíttun þá á allt að vera í lagi, en við ítrekum að ef þú ert í einhverjum vafa um tannheilsu þína þá ráðleggjum við þér eindregið að fá álit tannlæknisins þíns.

 

Lýsast brýr, fyllingar og krónur ?

Við segjum nei við því , en krónur, fyllingar og brýr sem eru orðnar nokkurra ára gamlar lýsast yfirleitt eitthvað þar sem þær hafa tekið í sig einhvern lit á þessum árum. Við höfum auðvitað séð krónur, fyllingar og brýr lýsast, en berum ekki ábyrgð á því að það gerist. Tannlæknirinn þinn getur gefið þér ráðleggingar við því hvort krónan, fyllingin eða brúin þín sé orðin of gul eða grá.

 

Af hverju upplitast tennurnar mínar – verða gular ?

Það er svo margt sem við látum upp í okkur sem litar. Þó að þú burstir tennurnar reglulega og hugsir vel um þær þá kemur það ekki í veg fyrir að þær litist. Kaffi, te, rauðvín, orkudrykkir, gos, djús, tómatsósa, karrý, sælgæti, reykingar, munntóbak, aldur, gen o.f.l o.fl getur haft áhrif á lit tanna okkar.

 

Er efnið sem þið notið hættulegt ?

Framleiðandinn okkar framleiðir hvíttunarefni fyrir tannlækna líka svo við segjum nei við því. Efnin sem við notum eru ekki af sama styrkleika og hjá tannlæknunum, þess vegna eru minni líkur á óþægindum, sársauka og kuli. Það er samt aldrei hægt að ábyrgjast eitt eða neitt í þessum efnum, það kemur alltaf upp eitt og eitt tilfelli þar sem fólk finnur fyrir einhverjum óþægindum í smá tíma, þ.e.a.s einhverjar klukkustundir, en það er mjög sjaldgæft.

 

Er mikill árangur af hvíttuninni ?

Já það er mikill og góður árangur af þessari hvíttun – þú sérð mikinn mun á þér strax eftir fyrsta korterið. Ferð alltaf upp um nokkur birtustig í meðferðinni.

 

Hverjir ættu EKKI að undirgangast tannhvíttun?

Enginn á þessum lista ætti að fara í tannhvíttun:

  • Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti
  • Fólk með lélegan glerung eða kalkskort vegna óhóflegrar flúornotkunar
  • Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi
  • Fólk sem er með spangir eða var með spangir fyrir minna en 6 mánuðum síðan
  • Fólk sem nýlega hefur gengist undir aðgerð í munni
  • Fólk með tennur sem farnar eru að halla eða eru með sjáanlega rót
  • Fólk með opnar tannskemmdir
  • Fólk með sögu um ofnæmisviðbrögð gegn peroxíð vörum
  • Fólk með silfurfyllingar í eða nálægt fremri tönnum
  • Fólk undir 18 ára aldri

Fólk sem þetta á við eru mjög fá tilfelli, svo að það má áætla að yfir 90% fólks geti undirgengist og séð árangur af tannhvíttunarmeðferð.

 

Geta allar tennur verið hvíttaðar?

Þegar innri uppbygging tannar verður dekkri eða gulnar, verður bletturinn erfiðari að fjarlægja eða (fer eftir orsökinni), er alls ekki hægt að fjarlægja. Sem dæmi, þá veldur tetracycline (sýklalyf) því að innri bygging tanna blettast, þegar börn yngri en 8 ára eða konur á seinni hluta meðgöngu nota lyfið. Þessir blettir verða ekki fjarlægðir með hvíttun.

Fluorosis, er ástand tanna sem hlýst af of mikilli notkun á flúori meðan tennur voru að þroskast, það er einnig erfitt að ná góðum árangri á slíkum tönnum með hvíttun. Milt eða meðalmikið fluorosis, með einkennum á við línur eða bletti má minnka með hvíttunarefnum eða meðferðum. Hvíttun mun hins vegar ekki virka í alvarlegri tilfellum.

 

Gangi þér vel!

0

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita